ERUM BYJRUÐ AÐ BÓKA INN VERKEFNI FYRIR VORIÐ OG SUMARIÐ 2025
Við mælum með að hafa samband sem fyrst til að fá tilboð í verkefni á komandi mánuðum. Sendið tölvupóst á litidmal@litidmal.is til að fá upplýsingar og tilboð!
Hvort sem þú ætlar að gera meiriháttar breytingar eða tími er kominn til minniháttar viðhalds getur Lítið Mál komið því í verk!
Reynsla okkar manna tryggir gæði hvers verks sem unnið er að, hvort sem þau eru stór eða smá, því við erum smámunasamir og leggjum mikla áherslu á að skila góðu verki .
Við einbeitum okkur að því að viðskiptavinir okkar fái meiri gæði og þjónustu en þeir gera ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að tryggja ánægju viðskiptavina sem gefur þeim aukið gildi og tryggir okkur frekari viðskipti þeirra sem og nýrra viðskiptavina.
Þrátt fyrir að þú fáir bestu fáanlegu efni og vinnu á markaðinum muntu sjá að verð okkar eru mjög samkeppnishæf.
Þú skalt ekki bara taka orð okkar trúanleg heldur hvetjum við þig til að tala við viðskiptavini okkar og gæta þannig að orðspori okkar.
FAGLEG ÞJÓNUSTA
Við bjóðum uppá alhliða þjónustu þegar kemur að viðhaldi og málningarvinnu
Alla almenna málningarvinnu
Heildartilboð vegna viðhalds fasteigna
Alhliða tilboð vegna nýbygginga
Fullkomna þjónustu vegna viðhalds eigna
Viðgerðir á múrverki
Viðgerðir á gluggum
Mat á ástandi eigna utan- sem innanhús
Gerð útboðslýsinga vegna útboðs viðhaldsvinnu við húseignir
Alla almenna viðhaldsþjónustu fasteigna
Sérhæfing okkar:
Málningarþjónusta
Múrviðgerðir
Múrviðgerðir í samræmi við ástandsmat. Við metum ástand fasteignarinnar og gerum ykkur tilboð í samræmi við það. Sjáum einnig um allsherjar viðhald á húsum, tökum að okkur háþrýstiþvott, steypuviðgerðir, almennar húsaviðgerðir, sandspörtlun og fleira þar fram eftir götum.
Tilboðsgerðir
Tökum að okkur tilboðsgerðir fyrir alla almenna málningarvinnu, múrviðgerðir, gluggaviðgerðir, ástandsmat, innan sem utan.
Lítil og stór verkefni
Við tökum að okkur lítil sem stór verkefni. Til dæmis lagfæringar á múr eins og tröppur eða aðrar múrviðgerðir. Það borgar sig að fara í slíkar lagfæringar á vorin eða sumrin þegar hiti er nægur til að múrinn þorni. Við getum einnig séð um að mála tröppur með epoxý-málningu sem tryggir betri endingu á steypu.
Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá viðhaldsvinnu á tröppum í Vesturbæ Reykjavíkur.